Vísindasýning barna

Vísindasýning barna

Að innleiða árlegan viðburð þar sem vísindi og listir eru samtvinnuð. Börn kynna eitt viðfangsefni (að sínu vali) innan vísinda á sinn hátt, aðferðin má vera algjörlega frjáls (leiksýning, veggspjald, tilraun og í raun það sem barninu dettur í hug). Þetta yrði verkefni sem unnið væri að yfir langan tíma (t.d. eina önn; tvo mánuði) og skólinn stæði að sýningu við verkefnalok. Óháðir aðilar af vinnumarkaði kæmu og tækju verkefnin út með uppbyggilegri gagnrýni.

Points

Börn finna sér viðfangsefni sem þeim finnst áhugavert og finna innri hvatningu í að vinna að einhverju sem þeim finnst spennandi. Þau leggja síðan vinnu í að kynna efnið. Þannig kynnast þau verkefninu á sinn eigin hátt og vinna að verkefni sem skiptir þau máli. Engin takmörk eru sett á hvernig þau kynna verkefnið sitt fyrir öðrum og því fær sköpunin að ráða ferðinni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information