Setja hringtorg við þessi gatnamót (sjá mynd) í stað umferðarljósa til að lækka hraða á þessu svæði og draga úr slysatíðni.
Ég bý þarna í nágrenni við þessi gatnamót og það eru mjög tíð slys þarna sem má rekja til þess að ökumenn reyna að ná grænu ljósi og eru þar af leiðandi á allt of miklum hraða þegar árekstur verður. Svona að meðaltali sá ég þrjú slys þarna í hverjum mánuði á árinu 2017, sem þó byggir á huglægu mati, (gætu verið færri). Það er hringtorg á næstu gatnamótum við Hálsabraut/Bæjarháls og það hefur gefist vel (Ekkert slys og lægri umferðahraði.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation