Sett verði biðskyldumerki á Dvergaborgir þar sem þær koma á Melaveg. - Og á öll önnur gatnamót í hverfinu þar sem svipað háttar til, þ.e. að húsagata kemur á safngötu, og skipulag og hönnun gatnanna er þannig að ekki er sjens að nokkur utanaðkomandi bílstjóri sem fer um safngötuna gæti sín á því að hann á ekki réttinn gagnvart þeim sem koma frá hægri. Núverandi skiltaleysi á slikum gatnamótum er eins og að spila rússneska rúlettu með farartæki, líf og limi vegfarenda.
Ætlar enginn að styðja mig í því að fá biðskyldu á Dvergaborgir? - Ég verð að segja að þið eruð nú bara ekki í lagi!
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation