Breikkun göngustígs við Streng

Breikkun göngustígs við Streng

Breikka þarf göngustíg sem liggur úr Elliðarárdal, gegnum Ártúnsholt og að Árbæ. Einnig að setja lýsingu á göngustíginn niður í Elliðaárdal.

Points

Ég hjóla þennan stíg á veturna og það er algjört myrkur mest alla leiðina niður hitaveitustokkinn. Stokkurinn er of mjór til að anna umferð um hann og þarf að gera eitthvað strax svo ekki illa fari.

Hjólafólk notar þennan göngustíg mikið (þó samkvæmt skipulagi eigi það að nota göngustíginn hinum megin við götuna, og þurfa þá að fara yfir mun fleiri götur). Skóla- og leikskólakrakkar labba þennan stíg daglega og ansi oft lendir fólk úti á grasi þar sem stígurinn er ekki nógu breiður fyrir alla þá sem vilja nota hann!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information