Hvað viltu láta gera? Framlengja hjólastíginn í Lönguhlíð norður við Miklubraut, niður Nóatún að Suðurlandsbraut. Hvers vegna viltu láta gera það? Það eru góðir aðskildir hjólastígar meðfram stofnbrautum í borginni, t.d. Kringlumýrabraut og Suðurlandsbraut en það vantar fleiri hjólastíga inn í hverfin. Að framlengja hjólastíginn í Lönguhlíð myndi tengja hverfið betur og auðvelda fólki á öllum aldri að komast í miðbæinn og Borgartúnið á reiðhjólum.
Löngu tímabær hugmynd. Samhliða lagningu nýs hjólastígs ætti að endurhanna öll gatnamótin, þ.á.m. Miklubraut, m. hollensku sniði, þ.e.a.s. halda stígnum óbrotnum yfir gatnamótin og staðsetja öryggiskanta sem hægja á bílum sem eru að beygja.
Frábær hugmynd.
Hjóla þarna daglega og maður er alltaf í smá hættu þarna, sérstaklega þar sem langahlíð og nóatún mætast því tvær akreinar verða að einni og er sú akrein mjög þröng, ekki pláss fyrir bæði bíl og hjól
Þetta er frábær hugmynd, ég hjóla þarna mjög mikið og það væri algjörlega frábært ef núverandi útfærsla á suðurhluta Lönguhlíðar væri framlengt þarna niður eftir. Í núverandi mynd þá virkar norðurhluti Lönguhlíðar einnig sem einskonar gjá á milli Klambratúns og hlíðana.
Færa hjólaumferð inn á 30 götur og setja þau í forgang á litilli merktri akrein, bílar mega lulla fyrir aftan eða taka framúr ef umferð leyfir. Eins og Rauðarárstígur mætti vera hjólagata fyrir mér, Skúlagata, Bríetartún, Flókagata, jafnvel Snorrabraut, get talið mikið upp. Hverfisgata og Borgartún eru götur með hjólastíg en ég hjóla frekar á götunni, upplifi mig meira öruggann.
Hjóla mjög eft þarna og tek undir þessa tillögu.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem uppbygging hjólreiðastíga er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Uppbygging hjólreiðastíga er í undirbúningi og verður framkvæmd í áföngum á næstu árum. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í þá vinnu hjá samgöngudeild umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation