Gönguljós yfir Reykjaveg við Laugarnesskóla

Gönguljós yfir Reykjaveg við Laugarnesskóla

Hvað viltu láta gera? Setja gönguljós yfir Reykjaveg við Laugarnesskóla við gatnamót Kirkjuteigar Hvers vegna viltu láta gera það? Það er mikil umferð um Reykjaveginn allan daginn. Þarna ganga börn daglega í skóla og íþróttir og margir sem átta sig ekki á að þarna er skóli og margir keyra of hratt.

Points

öryggismál fyrir börn í Laugarnesskóla

Keyri stundum þarna á morgnana og síðdegis og oft er mjög lélegt skyggni og erfitt að koma auga á börnin, þannig eg myndi segja að gönguljósin væru frábær lausn og myndu bæta öryggi barnanna til muna.

Nauðsynlegt til að tryggja öryggi barna og gangandi vegfaranda því þarna er oft lélegt skyggni. Margir uppteknir við að horfa á sundlaugina og átta sig ekki á þarna sé gangbraut.

Fyrir öryggi barnanna okkar! og þarf að laga Sundlaugaveg líka!! alltof mikil hraðakstur þarna!

Ung börn fara ein í myrkasta skammdeginu gjarnan í rigningu eða snóhríð oft dag yfir þessa götu frá skóla í yfir í hinu fjölmörgu íþróttaæfingar sem eru í boði eru hjá íþróttamiðstöðvunum.

Ég keyri Reykjaveginn á hverjum degi og þarna er oft lélegt skyggni en mörg börn og aðrir vegfarendur sem fara þarna um. Bregðumst við áður en það verður slys. Gönguljós eru málið.

Nauðsynlegt að hafa gönguljós við grunnskóla.

Hundruðir barna ganga þarna yfir á hverjum degi bæði í og úr skóla, skólasund og frístundir. Léleg lýsing og umferð bíla á álagstímum mikil. Það er nauðsynlegt að þarna séu gönguljós.

Öryggisatriði að fá gönguljós fyrir skólabörn sem fara þarna yfir alla daga, t.a.m. fara öll börn i Laugarnesskóla yfir Reykjaveginn í skólasund.

Búin að vers með tvö börn í laugarnesskóla og er mjög ánægð ef það þriðja þarf ekki að fara þarna yfir án ljósa

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún flokkast sem viðhalds- eða öryggisverkefni. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðkomandi sviðs innan borgarinnar. Viðhalds- og öryggisverkefni eru ekki lengur hluti af lýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Réttur farvegur fyrir slíkar hugmyndir eru á vefnum: https://abendingar.reykjavik.is/. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Löngu tímabært.

Nauðsynlegt við grunnskóla

Ég hef óþægilega oft orðið vitni að því þegar barn bíður þarna við gangbrautina og ökumenn stoppa ekki. Þetta er búið að vera margra ára baráttumál og núna er tíminn kominn til að gera betur.

Fjöldamörg börn ganga þarna yfir á hverjum morgni og oft keyra bílar of hratt þarna eða stoppa ekki. Það hefur lengi verið barist fyrir því að fá gönguljós þarna.

Löngu tímabært að setja ljós þarna

Það er í rauninni ótrúlegt að þarna hafi ekki orðið stórslys. Tugir, ef ekki hundrað/uð nemenda úr Laugarnesskóla ganga þarna yfir daglega. Lýsingin við þessa gangbraut er af skornum skammti. Eina vitið, og löngu tímabært, að fá þarna gönguljós.

Mjög mikilvægt fyrir nemendur Laugarnesskóla að fá ljós þarna

Tryggja öryggi barna sem eiga leið yfir þessa hættulegu götu oft á dag.

Ég bý á horninu hja Sundlaugaveg, reykjaveg og labba þarna oft, hef verið vitni 3 sinnum a reykjavegi, bilar að keyra a 40-60km og næstum keyra a grunnskolabörn að fara heim úr skólanum. buið að drepa 3 heimilisketti hja hraunteigi árið 2020 og komin tími fyrir breytingar og neyða ökumenn til að lækka hraðan sinn í þessu fallega fjölskyldu hverfi okkar. Mun verða mjög þákklát fyrir þessa breytingar.

Tímasðursmál hvenær verður slys þarna

Algjörlega nauðsynlegt að fá gönguljós þarna! Eiginlega fáránlegt hvað við foreldrarnir erum búin að berjast lengi fyrir þessu og að þetta sé ekki enn orðin veruleiki. Sorglegt að það þurfi virkilega að koma til þess að það verði slys og þá er farið í það að gera eitthvað. Koma svo Reykjavík!!! Lögum þetta mál núna áður en eitthvað hræðilegt slys gerist þarna.

Nauðsynlegt, oft hröð umferð. Fór þarna yfir sem barn fyrir ca 40 árum. Man eftir að hafa kippt í nokkra krakka sem voru í hættu þarna. Meiri umferð í dag.

Lögbundinn hluti skólastarfs Laugarnesskóla, sund, fer fram í Laugardalslaug og því fara allir nemendur skólans um þessa fjölförnu götu. Einnig er þessi gangbraut leið fjölmargar barna í fjölbreytt íþróttastarf í Laugardalnum. Ég hef því miður orðið vitni að nær slysum við þessa göngubraut. Mikil þörf á gönguljósum þarna!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information