Lagfæra leiktæki við Múlaborg

Lagfæra leiktæki við Múlaborg

Það þarf að mála og yfirfara útileiktækin, stóra kastalann frá 2006, litla kastalann og rólugrindurnar. EKKI fjarlægja, heldur laga eða endurnýja.

Points

Það er kominn tími á viðhald stóru útileiktækjanna við leikskólann Múlaborg. Búið er að fjarlægja a.m.k. 2 stór leiktæki á síðustu 6 árum vegna lélegs viðhalds og engin ný hafa komið í staðinn. Málning endist ekki að eilífu, sérstaklega ekki á leikskólum þar sem sandurinn úr sandkössunum berst mjög auðveldlega með börnunum og vindinum um allt og hjálpar til við að brjóta hana niður. Þegar málningin fer stendur viðurinn eftir ber og fúnar og eyðileggst.

Þessi leikskólalóð er í raun til skammar eins og hún stendur í dag og engan vegin boðleg börnum. Tækin hafa verið í niðurníðslu í fleiri ár og virðist vera að borgin sé að spara aurinn í viðhaldi; en henda krónunni, því tækin eyðileggjast. Ónýt leiktæki hafa eins verið fjarlægð og ekkert sett í staðinn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information